Um síðustu helgi fór fram fjölmennt Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum í íþróttamiðstöðinni Miðgarði í Garðabæ. Mótið tókst í alla staði mjög vel og frábær andi í húsinu alla helgina. Margir mættu til að fylgjast með og hvetja. Fjölmenn lið komu frá hinum Norðurlöndunum þ.m.t. Færeyjum. Ekki var verra að Ísland tók á móti gestum með góðu veðri nær alla helgina. Ísland átti 23 keppendur á mótinu, í klassískum kraftlyftingum, kraftlyftingum með búnaði og í klassískri bekkpressu. Fjölmörg Íslandsmet féllu og margar persónulegar bætingar. Í verðlaunaafhendingu fékk íslenski þjóðsöngurinn oft að hljóma sem var ánægjulegt. Finna má öll úrslit á heimasíðu KRAFT undir MÓT > Mótaskrá.
Öllsömul sem kepptuð á NM, hjartanlega til hamingju með mótið, metin og bætingarnar !

