Skip to content

Norðurlandamót unglinga á Íslandi

 

Helgina 12. -14. september verður Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið á Íslandi. Mótsstaður er íþróttamiðstöðin Miðgarður í Garðabæ. Keppt verður bæði í þríþraut og bekkpressu, með búnaði og í klassík.  Fjöldinn allur af ungu og efnilegu kraftlyftingafólki kemur frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Alls eru 145 keppendur þar af 28 frá Íslandi sem allir stefna á góðar bætingar. Í hópnum eru reyndir keppendur sem og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Ársþing NPF verður haldið í tengslum við mótið.

Upplýsingar um mótið : Heimasíða NPF

Hlekkur á beint streymi verður settur á heimasíðu NPF, heimasíðu KRAFT og instagram KRAFT um leið og hann liggur fyrir í vikunni.

Kraftlyftingasambandið óskar öllum keppendum góðs gengis og hvetur alla félagsmenn og aðra áhugasama að mæta næstu helgi í Miðgarð og fylgjast með unga fólkinu taka á stálinu á pallinum.

TÍMAPLAN

Föstudagur 12. september
Vigtun kl. 8-9.30 / Keppni kl. 10
HLUTI 1 – Klassískar kraftlyftingar
Holl 1: Allur telpnaflokkur (sub-junior)
Holl 2: 52 kg – 69kg unglingaflokkur kvenna
Holl 3: 76 kg – 84+ kg unglingaflokkur kvenna

Opnunarhátíð kl. 9.45

Föstudagur 12. september
Vigtun kl. 15-16.30 / Keppni kl. 17
HLUTI 2 – Klassískar kraftlyftingar
Holl 1: 66 kg / 74 kg / 105 kg / 120 kg drengjaflokkur (sub-junior)
Holl 2: 83 kg / 93 kg drengjaflokkur (sub-junior)

Laugardagur 13. september
Vigtun kl. 8-9.30 / Keppni kl. 10
HLUTI 3 – Klassískar kraftlyftingar
Holl 1: 66 kg – 74 kg unglingaflokkur karla
Holl 2: 83 kg unglingaflokkur karla
Holl 3: 93 kg unglingaflokkur karla

Laugardagur 13. september
Vigtun kl. 14-15.30 / Keppni kl. 16
HLUTI 4 – Klassískar kraftlyftingar
Holl 1: 105 kg unglingaflokkur karla
Holl 2: 120 kg – 120+ kg unglingaflokkur karla

Sunnudagur 14. september
Vigtun kl. 8-9.30 / Keppni kl. 10
HLUTI 5 – Kraftlyftingar með búnaði
Holl 1: Telpnaflokkur og unglingaflokkur kvenna
Holl 2: Drengjaflokkur og unglingaflokkur karla

Sunnudagur 14. september
Vigtun kl. 11.30-13 / Keppni kl. 13.30
HLUTI 6 – Bekkpressa klassísk og með búnaði
Holl 1: Telpna- og drengjaflokkur í klassík og með búnaði
Holl 2: Unglingaflokkur kvenna og karla í klassík og með búnaði