Stjórnir kraftlyftingafélaga eru farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta keppnistímabil.
Athugið að frestur til að fá mót inn á mótaskrá næsta árs s.s. 2012 er til 1.september, smbr 13 gr. í reglugerð um mótahald:
“Mótanefnd KRAFT samþykkir mót og ber ábyrgð á mótaskrá. Ósk um skráningu móta á mótaskrá þarf að berast mótanefnd KRAFT ekki seinna en 1. september árið á undan. Mótanefnd KRAFT birtir mótaskrá næsta árs í síðasta lagi 1. oktober ár hvert. Skráin skal birt á kraft.is
Ósk um skráningu móts þarf að fylgja upplýsingar um :
a) nafn og lýsingu á mótinu b) dagsetning, tímasetning og mótstað c) mótshaldara og ábyrgðarmann
Mót skal skrá sem annaðhvort félagsmót, opið mót eða meistaramót.
Á hverju ári skal halda Bikarmót KRAFT svo og eftirtalin meistaramót: Íslandsmeistaramót í bekkpressu, Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í öllum aldursflokkum og Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu.