Skip to content

Matthildur með brons á HM í klassískri bekkpressu

Matthildur Óskarsdóttir (KFR) lauk fyrr í dag keppni á HM í klassískri bekkpressu. Þar keppti hún í 72 kg telpnaflokki og fór örugglega í gegn með allar þrjár lyftur. Hún lyfti 75 kg í fyrstu tilraun og setti svo nýtt Íslandsmet telpna með 77,5 kg í annarri tilraun. Matthildur bætti svo um betur í þriðju tilraun og lyfti 80 kg. Hún hafnaði í þriðja sæti í flokknum, en sigurvegarinn varð Kloie Doublin frá BNA með 102,5 kg.

Þessi glæsilegi árangur Matthildar lofar góðu fyrir næsta mót, sem er HM í klassískum kraftlyftingum í maí.

Við óskum Matthildi til hamingju með árangurinn!