Skip to content

Lyfjapróf 2011 – niðurstöður

  • by

Lyfjaeftirlit ÍSÍ framkvæmdi 9 lyfjapróf á meðlimum KRAFT árið 2011. Sýni voru tekin af sex körlum og þrem konum, sjö próf voru tekin í keppni, tvö utan keppnis.
Nú hafa niðurstöður borist úr síðasta prófi ársins, og það er skemmst frá því að segja að öll voru þau neikvæð.
Við erum stolt að geta sent þessar niðurstöður til IPF og EPF.

Kraftlyftingasambandið fagnar komu eftirlitsmanna lyfjaeftirlitsins hvenær sem þeir mæta á okkar mót. Okkur er míkið í mun að sýna og sanna að meðlimir KRAFT stunda kraftlyftingar án notkunnar ólöglegra efna.

það er undirstöðuatriði að öll félög innan KRAFT taki þátt í baráttunni gegn steranotkun með fræðslu, áróðri og með því að skapa félagsanda og menningu sem útilokar allt slíkt. Í staðinn byggjum við upp félagsanda þar sem allt er uppi á borðinu og menn keppa á heilbrigðum jafnræðisgrundvelli.

ÍSÍ hefur gefið út bækling um lyfjamál sérstaklega ætlaður ungum íþróttamönnum. Upplagt er fyrir félögin að láta senda sér hann og láta hann liggja frammi í æfingarsalnum eða dreifa til félagsmanna.
http://issuu.com/orvar/docs/lyfjamisnotkun

Leave a Reply