Skip to content

Lucie með bronsverðlaun á EM í klassískum kraftlyftingum.

Lucie Stefaniková sem keppti í -76 kg flokki stóð sig frábærlega og vann til bronsverðlauna á mótinu. Lucie byrjaði mótið vel þegar hún setti nýtt Evrópumet í hnébeygju með 211 kg lyftu. Lucie og Mara Hames frá Þýskalandi börðust um metið en Mara bætti metið fyrst þegar hún lyfti 210.5 í annarri tilraun og í framhaldi lyfti Lucie 211 kg og tók metið af henni. Mara reyndi svo við 215.5 kg í þriðju tilraun en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá reyndi Lucie við 216 kg til að bæta Evrópumetið enn frekar en það hafðist ekki í dag. Metið endaði engu að síður í hennar eigu og hlaut hún einnig gullverðlaun í hnébeygju. Í bekkpressu lyfti Lucie svo 120 kg sem var persónuleg bæting og í réttstöðulyftu náði hún að lyfta 232.5 kg. Samanlagt lyfti hún 563.5 kg sem skilaði henni bronsverðlaunum fyrir samanlagðan árangur.

Þá keppti Helgi Jón Sigurðsson í -120 kg flokki en hann var að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Helgi lyfti seríunni 300 – 175 – 280 og hnébeygjan persónuleg bæting hjá honum um 5 kg. Samanlagt lyfti hann 755 kg og hafnaði í 16. sæti.

Til hamingju með árangurinn!