Á Íslandsmeistaramótinu verður mjög nákvæm búnaðarskoðun framkvæmd og keppendum og þjálfurum bent á að fara vel yfir græjurnar með það í huga.
Sérstaklega skal bent á breytingu sem var gerð á reglum um síðustu áramót varðandi keppnisbúnað í hnébeygju og réttstöðu. „Ef hlýrar hafa verið styttir yfir axlirnar og umframefnið er lengra en 3 sm, skal umfram efnið haft undir hlýrunum og ekki saumað fast við búninginn. Faldar á hlýrum mega ekki standa meira en 3 cm út í loftið“