Skip to content

Viktor Samúelsson norðurlandameistari

  • by

Norðurlandamót í kraftlyftingum í unglingaflokkum fór fram í Aalborg í Danmörku sl helgi.
Viktor Samúelsson, KFA, gerði sér lítið fyrir og varð stigahæstur í unglingaflokki karla. Hann lyfti 900 kg í -120 kg flokki, með seríuna 330 -260 – 310.
Hnébeygjan og samanlagður árangur eru Íslandsmet í opnum flokki, og réttstaðan er íslandsmet í unglingaflokki.
Alexandra Guðlaugsdóttir, KFA, vann bronsverðlaun í sínum flokki, -72 kg flokki unglinga. Hún lyfti 150 – 100 – 172,5 = 422,5 kg. Réttstaðan er íslandsmet unglinga.
Þorbergur Guðmundsson, KFA, keppti í +120 flokki unglinga og vann þar silfurverðlaun með seríuna 270-140-310=720 kg. Hann bætti sig í beygju og réttstöðu.
Aðrir keppendur frá Íslandi voru Fríða Björk Einarsdóttir, Camilla Thomsen og Einar Hannesson. Þau lentu öll í vandræðum og tókst ekki að klára mótið. Þau koma heim reynslunni ríkari og með verkefni á næstu æfingar.
NM 2014 Junior og Sub-Junior - Álaborg, Danmörk

Norðmenn mættu með öflugt lið í keppnina og unnu liðaverðlaunin bæði í kvenna- og karlaflokki.
Svíin Calle Nilsson setti heimsmet drengja í bekkpressu þegar hann lyfti 255,0 kg í +120 kg flokki.
Hér má sjá heildarúrslit.

Tags: