Skip to content

Landsliðslágmörk unglinga

  • by

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær ný landsliðslágmörk í unglingaflokkum.
Þau eru töluvert frábrugðin núgildandi tölum  og taka gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.

Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimsmeistaramótum undanfarinna þriggja ára í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn.
90% af grunntölu gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Finna má lágmörkin hér: https://kraft.is/afreksmal/