Skip to content

Kristín vann bronsverðlaun í hnébeygju á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.

Kristín Þórhallsdóttir sem keppti í -84 kg flokki byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hún lyfti mest 202.5 kg og hlaut bronsverðlaun í greininni. Í bekkpressu lyfti hún mest 110 kg og í réttstöðulyftu náði hún þremur gildum lyftum og endaði með 215 kg. Samanlagt lyfti hún 527.5 kg sem skilaði henni 4. sætinu í samanlögðum árangri.

Birgit Rós Becker sem keppti í sama þyngdarflokki lyfti seríunni 167.5 – 100 – 175 en bekkpressan var jöfnun á hennar besta árangri. Samanlagt lyfti hún 442.5 kg og hafnaði í 13. sæti.

Til hamingju með árangurinn!