Í dag eru þrjú ár síðan Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnaði sérsamband um kraftlyftingar, en það reyndist hið mesta framfara- og heillaspor fyrir iðkendur íþróttarinnar.
Frá þeim degi hefur fjöldi manna og kvenna unnið ötult uppbyggingastarf í sínum félögum og stjórnarmenn og þeirra ráðgjafar hafa lagt sig fram við að tryggja góðan ramma utanum starfið.
Eins og íþróttamönnum sæmir horfum við alltaf fram á við og vinnum að bætingum, en á þessum degi getum við líka staldrað við og glaðst yfir þeim áföngum sem við höfum náð.
Við óskum öllu áhugafólki um kraftlyftingar til hamingju með daginn!