Massi 20 ára

Massi, kraftlyftingadeild UMF Njarðvíkur, fagnar á þessu ári því að 20 ár eru frá formlegri stofnun deildarinnar. Kraftlyftingar hafa þó verið stundaðar mun lengur hjá UMFN, eða frá 1973 og alla tíð  undir lögsögu ÍSÍ.

massiMassamenn hafa gegnum árin unnið marga titla og félagið hefur mikla reynslu af mótahaldi, héldu t.d. tvö Norðurlandamót í fyrra með miklum ágætum.
Á laugardaginn hélt félagið ÍM í kraftlyftingum og settu upp flottustu mótaumgjörð sem sést hefur hér og var félaginu til mikils sóma.
Keppendur frá Massa gerðu góða hluti á mótinu og sigruðu í liðakeppni karla.
Stjórn KRAFT fyrir hönd allra félaga sendir Massa þakkir fyrir mótið og hamingjóskir á þessum tímamótum.
Haldið áfram að byggja upp – Suðurnesjamönnum og íþróttinni allri til heilla!

 

Minning

10678707_10153042901429378_2292254327814672331_nKraftlyftingamenn minnast nú með virðingu látins félaga, Guðna Sigurjónssonar, sem lést í síðustu viku.
Guðni, sem var fæddur 1963, var á yngri árum mikill afreksmaður í íþróttum og keppti m.a. í frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta auk kraftlyftinga.
Guðni varð heimsmeistari IPF árið 1991 í -110 kg flokki og vann til margra verðlauna um þær mundir, bæði hér heima og á alþjóðamótum
Guðni var áberandi á keppnispalli, en fyrirferðalítill utan hans. Félagar hans sjá á eftir góðum og tryggjum dreng og votta hans nánustu samúð sína.
Kraftlyftingasambandið kveður hann með virðingu. Minning hans lifir.
(Myndin er af forsiðu fréttablaðs IPF)

40 ár frá stofnun KFA í dag

7.janúar 1975 var Kraftlyftingafélag Akureyrar stofnað. Í dag fagnar þetta elsta kraftlyftingafélag landsins því 40 ára afmæli sinu.
Kraftlyftingaheimur allur óskar þeim til hamingju með áfangann og áframhaldandi góðs og öflugs starfs á komandi árum.

Gleðileg jól!

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands óskar öllum félögum og velunnurum gleðilegra jóla.  Megi hvíld og kraftur jólanna nýtast vel í bætingar á nýju ári.

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Allirsemeinn_logoÍ dag er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.
Starfsemi íþróttahreyfingarinnar, þar með talið Kraftlyftingasambandsins, byggist á mestum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að taka á sig ábyrgð; sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, taka þátt í foreldrastarfi, aðstoðað við fjáröflun, framkvæmd móta o.s.frv. Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ gefa um 25.000 manns tímann sinn í þágu íþrótta.
Opnaður hefur verið vefurinn ALLIR SEM EINN þar sem sjálboðaliðar geta skráð vinnuframlag sitt reglulega. Það getur verið gagnlegt og forvitnilegt bæði fyrir einstaklinga og ÍSÍ að fá yfirlit yfir þetta mikilvæga starf og við hvetjum sjálfboðaliða KRAFT til að skrá sig á vefinn og taka þátt í að gera sjálfboðaliðastarfið sýnilegra.
Um leið þakkar stjórn KRAFT öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn við að efla kraftlyftingaíþróttina á árinu.

Ólafur E. Rafnsson er látinn

Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var bráðkvaddur í Sviss í gær þar sem hann sótti miðstjórnarfund Alþjóðakörfuknattleikssambandsins. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Minningarstund um Ólaf var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, og mánudaginn 24.júni kl. 10.00 árdegis verður hans minnst með mínútar þögn á öllum vettvöngum íþróttahreyfingarinnar.

Undir forystu Ólafs stofanði ÍSÍ sérsamband um kraftlyftingar og hann studdi KRAFT með ráðum og dáð og hvatningi.
Kraftlyftingasamband Íslands ásamt íþróttahreyfingin öll vottar fjölskyldu Ólafs dýpstu samúð.

Breyting í stjórn KRAFT

Birgir Viðarsson hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Kraftlyftingasambands Íslands af persónulegum ástæðum. Aron Teitsson tekur sæti hans.

Birgir hefur verið virkur í kraftlyftingaheiminum í áratugi, eða allt frá stofnun “gamla KRAFT”, bæði sem keppandi og í trúnaðarstörfum. Þegar Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað innan ÍSÍ var Birgir kjörinn í fyrstu stjórn.
Dómgreind hans og yfirburða reynslu hefur nýst vel í því starfi og hefur hann oftar en einu sinnu þurft að hafa vit fyrir sér óreyndari stjórnarmönnum.

Samstarfsmenn í stjórn þakka honum af heilum hug fyrir skemmtilegar stundir og allt hans starf í þágu sambandsins. Undir taka eflaust margir núverandi og fyrrverandi félagar hans.

Kraftlyftingasambandið 3 ára

Í dag eru þrjú ár síðan Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnaði sérsamband um kraftlyftingar, en það reyndist hið mesta framfara- og heillaspor fyrir iðkendur íþróttarinnar.
Frá þeim degi hefur fjöldi manna og kvenna unnið ötult uppbyggingastarf í sínum félögum og stjórnarmenn og þeirra ráðgjafar hafa lagt sig fram við að tryggja góðan ramma utanum starfið.
Eins og íþróttamönnum sæmir horfum við alltaf fram á við og vinnum að bætingum, en á þessum degi getum við líka staldrað við og glaðst yfir þeim áföngum sem við höfum náð.
Við óskum öllu áhugafólki um kraftlyftingar til hamingju með daginn!

Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum félagsmönnum og stuðningsmönnum gleðilegs árs og þökkum gott samstarf á árinu sem senn er liðið.
Fjöldi skráðra félagsmanna er kominn vel yfir 800 og hefur fjölgunin á árinu vakið athygli út fyrir okkar raðir.
Framundan er nýtt kraftlyftingaár með nýjum verkefnum og áskorunum og hlakkar stjórnin til að takast á við þau í góðu samstarfi við aðildarfélögin.

Gleðileg jól!

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands óskar öllum félögum og velunnurum gleðilegra jóla.  Megi hvíld og kraftur jólanna nýtast okkur öllum í bætingar á nýju ári.