Þetta eru kraftlyftingar:
Kraftlyftingar er íþrótt þeirra sem vilja vera sterkir.
Með markvissum æfingum byggja menn upp alhliða vöðvastyrk, snerpu, þrek og andlegan styrk.
Í keppni reynir auk þess á tækni, taktík og kjark.
Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt í sérstökum búnaði eða án búnaðar. Keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum. Stundum er keppt í einstökum greinum, þá helst í bekkpressu.
Kraftlyftingar er íþrótt sem hentar öllum, óháð kyni og aldri. Líkamlegur ávinningur af styrktaræfingum er gríðarlegur – hvort sem iðkendur stefna á að taka þátt í keppni eður ei. Íþróttin hentar mjög vel fyrir hreyfihamlaða og hætta á meiðslum og slysum er lítil.
LESIÐ MEIRA