Íþrótta- og olympíusamband Íslands og samtök íþróttafréttamanna héldu glæsilegt hóf til heiðurs bestu íþróttmönnum þjóðarinnar í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru kraftlyftingamenn ársins 2012, María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
Auðunn var auk þess valinn í hóp 10 helstu afreksmanna ársins, en úr þeim hópi var íþróttamaður ársins, Aron Pálmarson, Kiel, valinn. Auðunn varð sjötti í valinu og óskum við honum til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.
Bæði María og Auðunn eru miklir íþróttamenn, en hafa auk þess gert mikið til að efla íþróttina hér á landi. Þau hafa lagt tíma sinn og reynslu í vinnu fyrir sín félög og fyrir sambandið og vill stjórn KRAFT nota þetta tækifæri til að þakka þeim sérstaklega fyrir það.
María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012
Auðunn þakkar fyrir sig