Skip to content

Kraftlyftingafólk ársins 2025

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Kristínu Þórhallsdóttur og Guðfinn Snæ Magnússon kraftlyftingafólk ársins 2025. 

Kristín keppir í -84 kg flokki og er í Kraftlyftingafélagi Akraness. Þetta er í þriðja skiptið sem Kristín hlýtur þennan titil. Á árinu náði Kristín 4. sæti í samanlögðum árangri á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum eftir hörkubaráttu um bronsið. Á mótinu tók hún 3. sætið í hnébeygju. Kristín varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum á árinu og var þar hæst á stigum yfir bæði kvenna- og karlaflokk.  

Guðfinnur keppir í kraftlyftingum með búnaði í +120 kg og er félagi í kraftlyftingadeild Breiðabliks. Þetta er í annað sinn sem Guðfinnur hreppir þennan titil. Á árinu tók Guðfinnur þátt í bæði Evrópumeistaramótinu og Heimsmeistaramótinu. Á Evrópumeistaramótinu tók Guðfinnur silfrið í samanlögðu auk þess að fá silfur í hnébeygju og brons í bekkpressu. Á Heimsmeistaramótinu varð Guðfinnur í 7. sæti og tók þar nýtt glæsilegt Íslandsmet í hnébeygju.

Helstu afrek ársins hjá Kristínu:
Stigahæsta konan í klassískum kraftlyftingum árið 2025 með 107,86 IPF GL stig
Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum
4.sæti í samanlögðu – 527,5 kg
Bronsverðlaun í hnébeygju – 202,5 kg
Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum
1.sæti í samanlögðu – 570,5 kg
Íslandsmet í bekkpressu (þrílyftumót) – 125,5 kg
Stigahæst yfir bæði kvenna -og karlaflokki – 107,86 IPF GL stig
Menningarbikarinn í bekkpressu
Í klassík: 1.sæti – 128 kg
Íslandsmet í bekkpressu – 128 kg

Helstu afrek ársins hjá Guðfinni:
Stigahæsti karlinn í kraftlyftingum með búnaði árið 2025 með 93,21 IPF GL stig
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði
7. sæti í samanlögðu – 1075 kg
Íslandsmet í hnébeygju – 440 kg
Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði
2. sæti í samanlögðu – 1030 kg
Silfurverðlaun í hnébeygju – 420 kg
Bronsverðlaun í bekkpressu – 310 kg
Menningarbikarinn í bekkpressu
Með búnaði: 1.sæti – 320 kg  / Í klassík: 1.sæti – 185 kg