Skip to content

Kraftlyftingafólk ársins

  • by

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2018 og urðu fyrir valinu þau Hulda B Waage og Júlían J. K. Jóhannsson.

Hulda er fædd árið 1985 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.
Helstu afrek á árinu:
– Íslandsmeistari í kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í bekkpressu
– Bikarmeistari í kraftlyftingum
– Bikarmeistari í bekkpressu
– 8.sæti í -84 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– 4.sæti í -84 kg flokki á Western European Championship í kraftlyftingum
Hulda hefur sett mörg Íslandsmet á árinu

 

 

 

 

 

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann.
Helstu afrek á árinu:
– Heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 405 kg
– Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– 4.sæti samanlagt í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– Silfurverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í klassískum kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum
– Stigahæstur í karlaflokki á Reykjavík International Games
Júlían hefur sett heimsmet, evrópumet og mörg íslandsmet á árinu.
Júlían er í 4.sæti á heimslista í sínum flokki.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á árinu!