Skip to content

Arna Ösp hefur lokið keppni

  • by

Arna Ösp Gunnarsdóttir keppti í gær á EM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Kaunas í Litháen.

Arna keppir í -63kg flokki kvenna í aldursflokki unglinga. Í hnébeygju lyfti hún 112,5kg, í bekkpressunni lyfti hún 72,5kg og endaði svo daginn á því að lyfta 170kg í réttstöðulyftunni sem er aðeins 0,5kg frá íslandsmetinu hennar.

Þetta gaf henni 355kg í samanlögðu og 388,8 wilksstig sem er hennar besti árangur á stigum.

Þetta er hennar fyrsta mót á erlendri grundu og munum við vonandi sjá hana keppa oftar fyrir hönd Íslands.