Skip to content

Kópvogsmótið í bekkpressu

Þriðja Kópavogsmótið í bekkpressu fer fram í húsnæði Breiðabliks í Smáranum laugardaginn 18.júni. Mótið hefst kl. 14.00 en keppendur mæta í vigtun kl. 12.00. Ef einhverjir eiga eftir að greiða keppnisgjald verður að gera það strax. Annars er skráningin ekki gild.
Aðgangseyrir eru 500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. Veitingar verða til sölu á góðu verði.

Keppendur eru 18 að þessu sinni, og aldrei þessu vant eru konur í meirihluta. Það er ánægjuleg þróun að sífellt fleiri konur láta sér ekki nægja að æfa, heldur mæta líka í keppni og stefna markvisst á bætingar.
Gaman er að sjá Selfyssinga fjölmenna á þetta mót. Þau hafa fengið liðsstyrk þar sem Jóhanna Eivinsdóttir hefur gengið í félagið og verður áhugavert að sjá hana taka á því á bekknum eftir nokkurt hlé.
Meira er undir hjá sumum keppendum en öðrum, en meðal keppenda eru einstaklingar sem landsliðsnefndin hefur augun á. Það eru ekki mörg mót á næstunni, svo Kópavogsmótið getur skipt máli fyrir þá sem þurfa að sanna sig.

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að fjölmenna í Smárann og hvetja sínar konur og menn. Þetta getur orðið spennandi keppni og skemmtilegt verður það örugglega því Blikar ætla að búa til góða umgjörð að vanda.

KEPPENDUR

KONUR

– 52,0: Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Ármann
– 57,0: Fanney Hauksdóttir – Ármann
– 63,0: Erla Kristín Árnadóttir – Ármann
– 72,0: Jóhanna Þórarinsdóttir  –  Breiðablik
– 72,0: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – Ármann
– 72,0:  Hulda B Waage  –  Breiðablik
– 84,0:  Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen  –  Selfoss
+84,0:  Lára Bogey Finnbogadóttir  –  Akranes
+ 84,0: Rósa Birgisdóttir  –  Selfoss
+ 84,0: Þóra Þorsteinsdóttir  –  Selfoss

KARLAR

– 66,0:  Sverrir Örn Gunnarsson  –  Selfoss
– 74,0: Emíl Hjaltason – Zetorar
– 83,0:  Sigurður Örn Jónsson  –  Zetorar
– 83,0: Aron Lee Duc Teitsson – Ármann
– 93,0: Kristján Sindri Nielsson – Breiðablik
– 93,0: Ingimundur Björgvinsson – Ármann
– 105,0:  Alexander Ingi Olsen  –  Garðabær
-120,0:  Daníel Geir Einarsson  –  Selfoss

1 thought on “Kópvogsmótið í bekkpressu”

Leave a Reply