Skip to content

EM unglinga lokið

  • by

Evrópumeistaramót unglinga lauk í dag í Northumberland á Englandi. Sett voru fjöldan allan af Evrópu- og heimsmetum á mótinu.
Íslensku strákarnir stóðu sig mjög vel og koma heima með tvenn silfurverðlaun. Viktor Samúelsson lyfti 260-195-280=735 kg og vann silfurverðlaun í flokki 105.0 kg drengja. Júlían J.K. Jóhannsson lyfti 290-190-302,5=782,5 kg og tók silfrið í drengjaflokki +120,0 kg. Auk þessu unnu þeir til verðlauna í einstökum greinum.
Viktor vann silfur í beygju og réttstöðu en gerði sér lítið fyrir og tók gullið á bekknum. Júlían sigraði bæði í bekk og réttstöðu í sínum flokki og vann silfrið í beygju. Flestar lyfturnar þeirra eru ný Íslandsmet bæði í drengja- og unglingaflokki, og réttstaða Viktors er líka nýtt met í opnum flokki.
Einar Örn Guðnason keppti í -93,0 kg flokki unglinga en átti ekki góðan dag. Hann lyfti 247,5 kg í beygju og 187,5 kg á bekknum en fékk ekki gilda réttstöðulyftu og datt úr keppni.
Liðsstjóri í ferðinni var Auðunn Jónsson. Helgi Hauksson dæmdi á mótinu.

Stigahæst í stúlknaflokki var Andrea Durand, Frakklandi, með 305,0 kg í -47,0 kg flokki: 411.140 stig.
Stigahæsta konan í unglingaflokki kvenna var Tutta Kristine Hanssen, Noregi, sem lyfti 520,0 kg í -63,0 kg flokki: 573.820 stig.
Stigahæstur í drengjaflokki var frakkinn Duong Vichet með 675,0 kg í -66,0 kg flokki, eða 531.022 stig.
Stigahæstur unglinga karla var norðmaðurinn Carl Yngvar Christensen sem lyfti 1080,0 kg í 120+ flokki unglinga og fékk 591.948 stig.

Rússar unnu stigaverðlaun liða í öllum flokkum, en í drengjaflokki finnum við Ísland í fjórða sæti, 3 fátæklegum stigum eftir Frakkland í þriðja sætið.

Hér má finna heildarúrslit

Tags:

Leave a Reply