Skip to content

Kara með brons verðlaun í réttstöðulyftu

  • by

Kara Gautadóttir hefur lokið keppni á EM í kraftlyftingum sem fer fram í Pilsen, Tékklandi. Kara keppir í -57kg flokki unglinga og endaði hún í 4 sæti í samanlögðu. Upp um 2 sæti frá síðusta evrópumóti og með 17,5kg bætingu á hennar besta alþjóðlega árangri.

Kara lyfti í 160kg í hnébeygju, 87,5kg í bekkpressu og svo lyfti hún 150kg í réttstöðulyftu. Réttstöðulyftan gaf henni bronsverðlaunin í greininni. Samanlagt lyfti hún 397,5kg.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Kara Gautadóttir til hægri með bronspening um hálsinn.

Á morgun keppir svo Íris Hrönn Garðarsdóttir fyrir hönd Íslands í -84kg flokki unglinga. Hún hefur keppni klukkan 09:00 á íslenskum tíma.

Fylgjast má með mótinu á Goodlift.info.