Múrarnir halda áfram að falla hjá íslensku keppendunum og í þetta skipti var það Júlían J. K.Jóhannsson sem fór yfir 900 kg múrinn í fyrsta skipti. Júlían lyfti 342,5kg í hnébeygjunni sem var bæting hjá honum og nýtt íslendsmet unglinga. Bekkpressan gekk einnig mjög vel en þar tryggði hann sér silfurverðlaun á nýju unglingameti 260 kg en hans eldra met var 245 kg, þannig að mjög góð bæting þar á ferð og töluvert inni. Réttstaðan gekk hins vegar ekki eins vel og var hann töluvert frá sínu besta þar. Hann fór upp með 335 kg annarri tilraun en fékk það ógilt og endaði því með 310 kg í réttstöðunni. Totalið engu að síður glæsilegt, nýtt íslandsmet 912,5 kg en það gaf hinum 4.sætið í keppninni. Stefnan er nú örugglega tekin á tonnið og við óskum Júlíani til hamingju með silfrið og góðan árangur.
Júlían með silfur í bekkpressu á EM unglinga.
- by admin