Skip to content

Íþróttamenn ársins 2013

  • by

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Auðunn Jónsson, Breiðablik, kraftlyftingamann ársins 2013 og Fanney Hauksdóttir, Gróttu, kraftlyftingakonu ársins 2013.

Auðunn Jónsson, Breiðablik, hefur verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims um árabil. Hann er í 9.sæti á afrekslista IPF í sínum flokki.
Helstu afrek 2013:
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í hnébeygju.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í bekkpressu.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun í réttstöðulyftu.

Fanney Hauksdóttir, Grótta, er fædd 1992 og keppir enn i unglingaflokki. Hún hefur samt náð frábærum árangri á árinu, sérstaklega í bekkpressu sem er hennar sérgrein. Hún er í 16.sæti á afrekslista IPF í bekkpressu í opnum flokki -57,0 kg, þó hún sé ennþá unglingur.
Helstu afrek 2013:
HM unglinga í bekkpressu -57,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun
Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í bekkpressu: 1.sæti á stigum og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -63,0 kg flokki: 1. sæti og gullverðlaun
Fanney setti íslandsmet í bekkpressu á árinu með 115,0 kg í -63,0 kg flokki, en
það er met bæði í unglingaflokki og opnum flokki.

Við óskum þeim til hamingju með þennan heiður sem þau eru bæði vel að komin,