Skip to content

Íris Hrönn með bronsverðlaun

  • by

Íris Hörnn Garðarsdóttir hefur lokið keppni á EM í kraftlyftingum sem fer fram í Pilsen, Tékklandi. Íris keppti í -84kg flokki unglinga.

Í hnébeygjunni og bekkpressunni tókst henni því miður ekki að ná gildri lyftu og datt hún því út úr keppninni í samanlögðu. Íris lét það ekki á sig fá og mætti fílefld í réttstöðulyftuna og lyfti þar 172,5kg sem tryggði henni bronsverðlaun í greininni.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með bronsið!

Íris með bronslyftu í höndunum!

Við hvetjum svo alla til að fylgjast áfram með íslenskum keppendum. Á morgun keppir Guðfinnur Snær Magnússon í +120kg flokki unglinga. Hann hefur keppni klukkan 13:30 á íslenskum tíma og má fylgjast með í beinni á Goodlift.