Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – ÚRSLIT

  • by

Íslandsmeistaramót í klassíkum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina í Garðabæ. Alls mættu 33 keppendur til leiks og var stemningin góð í húsinu. Íslandsmet féllu og persónlegar bætingar voru á meðal keppenda.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Arna Ösp Gunnarsdóttir með 666.6 IPF stig. En Arna keppir fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsti karlinn var hann Friðbjörn Bragi Hlynsson með 671,1 IPF stig. Friðbjörn keppir einnig fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsta liðið í kvennaflokki var lið Massa Njarðvík.

Stigahæsta liðið í karlaflokki var lið Breiðabliks en mistök urðu á útreikningi og var bikarinn veittur Massa á keppnisstað en mjótt var á munum.

FULL ÚRSLIT

Íslandsmeistaramót í bekkpressu

Einnig fór fram Íslandsmeistaramót í bekkpressu í Garðabæ. Til leiks mættu 5 keppendur, fámennt en góðmennt.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Hulda B. Waage með 664,6 IPF stig. Hulda keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Stigahæsti karlinn var hann Einar Örn Guðnason með 612,9 IPF stig. Einar Örn keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.

FULL ÚRSLIT

Mótshaldarar á báðum mótum voru Lyftingadeild Stjörnunnar og Kraftlyftingadeild Breiðabliks með aðstoð frá Ármanni.