Skip to content

ÍM í klassískri bekkpressu – Úrslit

Kraftlyftingafélag Reykjavíkur (KFR) hélt í dag íslandsmót í klassískri bekkpressu í World Class Kringlunni. Alls mættu 20 keppendur, 8 konur og 12 karlar. Mótið gekk vel fyrir sig og léku keppendur á alls oddi, íslandsmet féllu og persónuleg met auðvitað líka.

Í flokki karla vann Ingimundur Björgvinsson frá KFR með 120,6 wilks stig. Hann keppti í -105kg flokki og lauk mótinu á 201kg lyftu sem er íslandsmet í opnum flokki.

Í flokki kvenna vann Fanney Hauksdóttir frá KFR með 121,9 wilks stig. Hún keppti í -63kg flokki og lauk mótinu á 113kg lyftu sem er einnig íslandsmet í opnum flokki.

Kraftlyftingasambandið vill óska þeim innilega til hamingju með sigurinn! Þakkir fær KFR fyrir mótshald.

Full úrslit úr mótinu má nálgast hér:

Úrslit úr klassískri bekkpressu

Við bendum svo á Íslandsmót í klassískum kraftlyftingum sem verður haldið á sama stað í fyrramálið kl 10. Það er þríþrautarmót, keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Við hvetjum alla sem hafa áhuga að koma, klappa og hvetja!