Skip to content

ÍM í bekkpressu – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu sem fara fram í Ásgarði í Garðabæ 28.ágúst nk.

Skráningarfrestur er til miðnættis 7.ágúst og skal senda skráningu til lyftingar@stjarnan.is með afrit til kraft@kraft.is
Frestur er svo til miðnættis 14.ágúst til að breyta skráningu og greiða keppnisgjald.
Gjaldið er 6000 ISK og skal greitt inn á reikning KRAFT 552-26-007004, kt . 700410-2180. Sendið afrit af kvittun með nafn félagsins á kraft@kraft.is

Í skráningu skal koma fram nafn félags og nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar, nafn, kennitala og þyngdarflokk keppanda og skal taka skýrt fram í hvaða keppni viðkomandi er skráður; með eða án búnaðar.
Skrá skal líka aðstoðarmenn sem ætla að fá aðgang að vigtun og upphitun.
Á öllum meistaramótum gildir sú regla að keppendur hafi verið skráðir í kraftlyftingafélagi í amk þrjá mánuði.

Erfitt hefur verið að manna dómarasætin á undanförnum mótum.
Í 22.grein mótareglnanna er kveðið á um að félag sem sendir fimm keppendur er skylt að senda dómara til að skráning taki gildi. Þessu ákvæði verður fylgt eftir, og við biðjum jafnframt dómara að vera ófeimnir að skrá sig til starfa á vefnum okkar.