Skip to content

EM 2021

  • by

Evrópumót 2021 í kraftlyftingum með búnaði stendur nú yfir í Pilzen í Tékklandi. Fjórir íslenskir keppendur taka þátt.
Sóley M Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki á laugardaginn 7.ágúst.
Alex Cambray Orrason keppir í -93 kg flokki sama dag.
Sunnudaginn 8.ágúst keppa þeir Guðfinnur Snær Magnússon og Júlían J K Jóhannsson í +120 kg flokki.
Við óskum þeim öllum góðs gengis!
Streymi frá mótinu er á youtube-rás EPF og HÉR og við fáum fréttir af liðinu á instagramsíðu KRAFT

Keppendur og aðstoðarmenn: Þorsteinn, Írís, Guðfinnur, Sóley, Alex, Júlían og Auðunn.