Heimsmeistaramótin í kraftlyftingum drengja/stúlkna og unglinga í karla- og kvennaflokkum stendur nú yfir í Oroshaza í Ungverjalandi.
Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt.
Í unglingaflokki kvenna keppa Camilla Thomsen í -63 kg flokki og Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki. Í unglingaflokki karla keppa Einar Örn Guðnason í -93 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson í +120 kg flokki. Með í för eru Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari og Kári Rafn Karlsson, alþjóðadómari.
Hægt er að fylgjast með keppninni á netinu: http://www.powerlifting-ipf.com/
Camilla keppir á miðvikudag kl.07.00 að íslenskum tíma, Arnhildur á fimmtudag kl. 11.00, Einar á föstudag kl.11.30 og Júlian á laugardag kl.11.00.
Við óskum þeim öllum góðs gengis og góðar bætingar á mótinu.