Á morgun, 5.júni, hefst Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna í Salo í Finnlandi. Mótið stendur í 10 daga og verður sýnt beint: http://goodlift.info/live.php
Þetta er fjölmennasta mót sem IPF hefur haldið og hafa Finnar vandað allan undirbúning mjög til að hafa aðstæður sem bestar fyrir keppendur í öllum aldurshópum. Frá Íslandi fara 4 keppendur:
7.júní keppir Laufey Agnarsdóttir Í öldungaflokki 1 -84 kg.
8.júni keppir Matthildur Óskarsdóttir Í telpnaflokki –72 kg.
10.júní keppir Elin Melgar Í unglingaflokki -63 kg.
13.júní keppir Aron Teitsson í opnum flokki karla -93 kg
Allir keppendur koma frá kraftlyftingadeild Gróttu, og með í för eru þjálfararnir Grétar Hrafnsson og Ingimundur Björgvinsson.
Við óskum þeim öllum góðrar ferðar og góðs gengis!