Skip to content

Laufey með bronsverðlaun

  • by

laufeyLaufey Agnarsdóttir, Grótta, bætti heldur betur persónulegan árangur sinn í dag á HM í klassískum kraftlyftingum, eða um heil 50 kg.
Hún keppti í -84 kg flokki öldunga 1 og lyfti seríuna 125-80-145-350 kg.
Það færði henni bronsverðlaun í beygju, bekk og samanlögðu og íslandsmet samanlagt í opnum flokki.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Laufeyjar, en innkoman hefði varla getað verið betri. Hún fékk allar lyftur gildar, brosti hringinn og hafði fulla ástæðu til.

Til hamingju, Laufey!

Á morgun heldur mótið áfram og meðal keppenda verður Matthildur Óskarsdóttir. Árangur Laufeyjar verður hvatning fyrir alla íslensku keppendurna til að gera sitt allra besta.