Skip to content

Hjálmar lyfti tæpum 700 kg á HM í kraftlyftingum.

Hjálmar Andrésson hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og fór í gegnum mótið af miklu öryggi. Hann byrjaði mótið með því að bæta sinn persónulega árangur í hnébeygju um fimm kg þegar hann lyfti 270 kg. Í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með 180 kg lyftu en var síðan töluvert frá sínu besta í réttstöðulyftu þar sem hann lyfti 247.5 kg. Samanlagt lyfti hann 697.5 kg sem skilaði honum 18. sætinu í sterkum og fjölmennum þyngdarflokki. Sigurvegari varð Ian Bell frá Bandaríkjunum.

Til hamingju Hjálmar!