Hilmar Símonarson raðaði niður íslandsmetum á EM í klassískum kraftlyftingum í dag.
Hann keppti í -66 kg flokki og endaði í 6.sæti.
Þetta var fyrsta keppni Hilmars á alþjóðamóti og hann lyfti af öryggi og bætti persónulegan árangur sinn, og um leið íslandsmetið samanlagt, um 7 kg.
Hilmar lyfti seríuna 185 – 130 – 215 = 530 kg.
Bekkpressan og réttstaðan eru bæði íslandsmet og “single-lift” met auk þess sem hann tvíbætir íslandsmetið í samanlögðu.
Við óskum Hilmari til hamingju með árangurinn og mjög sannfærandi innkomu á stóra sviðið.