Skip to content

Birgit féll úr keppni

  • by

Birgit Rós Becker náði því miður ekki markmiðum sínum á EM í dag. Hún byrjaði vel í beygju, tók 172,5 og 177,5 en mistókst með 182,5 sem hefði fært henni bronsverðlaunin.
Í bekkpressu gekk hins vegar allt á afturfótunum og klikkaðu hún í þrígang á 92,5 kg sem er jöfnun á hennar besta árangri.
Hún mætti samt sterk til leiks í réttstöðu og lyfti 170 og 187,5 kg, en hún átti best fyrir 185 kg.

Það er svekkjandi að ná ekki að klára mótið eftir alla þá vinnu sem hefur farið í undirbúninginn, en það kemur dagur eftir þennan dag og mót eftir þetta mót. Við hvetjum Birgit til dáða og treystum því að hún komi sterk inn næst.

Evrópumeistari í flokknum varð hin norska Marte Kjenner, en hún mun lyfta á RIG í lok janúar.