Skip to content

Heimsleikarnir: Júlían keppir á morgun

  • by

Heimsleikarnir, sem haldnir eru fjórða hvert ár, standa nú yfir í Wrocław í Póllandi, en það lang stærsta svið alþjóðlegra kraftlyftinga. Þar munu í ár íslenskir kraftlyftingamenn í fyrsta sinn eiga sinn fulltrúa.

Það er Íþróttamaður Reykjavíkur, Júlían J. K. Jóhannsson, sem verður fyrstur Íslendinga til að keppa í kraftlyftingum á Heimsleikunum. Þar mætir Júlían þeim allra sterkustu í yfirþungavigt, þ.e. 120 kg og +120 kg fl., og ræðst sigurinn af Wilks-stigafjölda keppenda.

Keppni í yfirþungavigt karla fer fram á morgun, miðvikudaginn 26. júlí, og hefst keppni kl. 13 að íslenskum tíma.

Yfirþungavigt karla verður líklega ekki aðgengileg í beinni útsendingu (sjá útsendingardagskrá), en klippt upptaka verður sýnd kl. 22 á morgun á https://www.olympicchannel.com/en/tv/the-world-games-2017-wroclaw/. Það verður hins vegar hægt að fylgjast með stigatöflunni í beinni á Goodlift.info