Skip to content

Halldór vann til gullverðlauna

  • by

Halldór Eyþórsson varð í dag Evrópumeistari í -83 kg flokki karla 60+ í Síbíu í Rúmeníu. Hann lyfti 230 – 127,5 – 230, samtals 587,5 kg og vann öruggan sigur.
Halldór gerði tilraun við nýtt Evrópumet í hnébeygju í flokknum, 248 kg, en hann hefur lengi langað að reyna við það. Það tókst ekki í dag og verður að bíða næsta móts.

María Guðsteinsdóttir vann silfurverðlaun í -57 kg flokki kvenna 40+. Hún lyfti 140 – 80 – 165, samtals 385 kg. Bekkurinn og samanlagður árangur eru ný íslandsmet öldunga.

Sæmundi Guðmundssyni keppti í -74 kg flokki karla 60+ en tókst því miður ekki að klára mótið þar sem hann féll úr í beygju. Hann lyfti 90 kg í bekk og 185 kg í réttstöðu.

Víð óskum Halldóri og Maríu til hamingju með árangurinn og Sæmundi “bedre lykke neste gang!