Skip to content

Halldór hefur lokið keppni á EM öldunga.

Halldór Eyþórsson (Breiðablik) lauk í dag keppni á Evrópumeistaramóti öldunga í kraftlyftingum, sem nú fer fram í borginni Pilsen í Tékklandi. Halldór hefur átt betri dag á keppnispallinum en náði samt að vinna til bronsverðlauna í hnébeygju og réttstöðu. Halldór fór í gegn með 250 kg í hnébeygjunni og reyndi tvisvar við 260 en fékk þær lyftur ekki gildar. Í bekkpressunni fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina því þar náði hann engri gildri lyftu og féll þar með úr leik í keppninni um samanlagðan árangur. Halldór kom þó sterkur inn í réttstöðunni og vann þar til bronsverðlauna með 252,5 kg lyftu og gerði góða atlögu að silfrinu. Þótt takmarkið hjá keppendum sé alltaf að fá gildar lyftur í öllum greinum og samanlagðan árangur, þá er það engu að síður ánægjulegt að vinna til verðlauna fyrir stakar greinar og óskum við Halldóri til hamingju með bronsverðlaunin. Mótinu er hins vegar  ekki lokið og Fannar Dagbjartsson sem einnig er keppandi frá Breiðablik mun keppa á laugardaginn.

Leave a Reply