Guðfinnur Snær Magnússon keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Hann keppir í +120kg flokki unglinga (19-23 ára) en Guðfinnur hefur verið lengi í kraftlyftingum og er þaulreyndur keppandi.
Því miður gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni hjá honum í dag. Styrkurinn var góður en lyfturnar voru dæmdar af á tæknigalla. Þá var það bekkpressan en þar lyfti hann 285kg sem gaf honum silfrið í flokknum og er það persónuleg bæting. Svo kláraði hann mótið á 290kg réttstöðulyftu sem var einnig silfurlyfta. Því var ekki allt ónýtt þótt beygjan hefði farið í vaskinn og kemur Guðfinnur heim með tvo silfurpeninga af mótinu.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!