Skip to content

Grettismót 25.júlí

  • by

Kraftlyftingafélag Akureyrar mun endurvekja kraftlyftingamótið „Grétarsmótið“ tileinkað Grétari Kjartansyni – en Grétar Kjartanson tileinkaði sér lyftingar og kraftlyftingar – og varð fyrsti Akureyríski Íslandsmeistarinn vorið 1974 en dó því miður af slysförum í nóvember sama ár. Vinir og fjölskylda létu verða að því að stofna lyftingaráðið í janúar 1975 og héldu mót í fjölmörg ár tileinkað Grétari – er nefndist „grétarsmótið“. Mótið var fyrst haldið árið 1975 og var haldið samfleytt til ársins 1989. Í tilefni 40 ára afmælis félagsins á næsta ári og 40 ára afmæli mótsins ætlar KFA að endurvekja mótið í nafni Grettis „sterka“ Ásmundarson árinu áður og með því leggja línurnar hvað varðar afmælismótið á næsta ári.

Upplýsingar: GRETTISMÓT