Á laugardaginn fer fram Norðurlandamót unglinga í Nässjö í Svíþjóð. 47 keppendur eru skráðir til leiks og frá Íslandi mætir Grétar Skúli Gunnarsson, KFA. Hann keppir í flokki unglinga 120,0+ kg og fær þar harða samkeppni frá Alexander Doverlid (780,0 kg) og Niklas Zellin (867,5). Grétar á best 762,5 kg sem hann lyfti á Akureyrarmótinu í fyrra.
Rúnar Friðriksson er aðstoðarmaður Grétars.
Við óskum þeim góðs gengis og munum fylgjast grannt með gangi mála. Úrslit og fréttir af mótinu mun birtast á heimasíðu NPF