Vesturevrópumótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram sl helgi á Ítalíu. Öflugur hópur keppenda mætti til leiks frá Íslandi og gerðu góða hluti.
Í klassískum kraftlyftingum kepptu tvær konur og bættu sig báðar verulega.
Arna Ösp Gunnarsdóttir lenti í 6.sæti í -63 kg flokki með tölurnar 137,5-80-175-392,5 kg. Það er 20 kg persónuleg bæting og hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet.
Birgit Rós Becker mætti til leiks eftir barnseign og lenti í 8.sæti í -84 kg flokki með tölurnar 170-82,5-170-422,5 en það er 27,5 kg bæting á hennar besta árangri í þessum flokki.
Í karlaflokki voru fjórir keppendur.
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti í fyrsta sinn á alþjóðavelli og lenti í 6.sæti í -83 kg flokki með tölurnar 222,5-155-265-642,5 .
Ingvi Örn Friðriksson lenti í 4.sæti í -105 kg flokki með tölurnar 275-157,5-295-727,5 kg.
Viktor Samúelsson lyfti 285-202,5-290-777,5 í -120kg flokki en það dugði honum í 4.sætið í flokknum.
Aron Friðrik Georgsson kom fast á hæla honum í 5.sætið í flokknum með seríuna 282,5-190-285-757,5, en réttstaðan er persónuleg bæting hjá honum.
Frammístaða strákana færði þeim þriðja sætið í liðakeppni karla á mótinu.
Þrír karlar kepptu í búnaði.
Aron Ingi Gautason varð í 2.sæti í -74 kg flokki þegar hann lyfti 260-150-225-635 kg
Alex C Orrason hreppti titilinn í -105 kg flokki með tölurnar 332,5-245-265-842,5 kg og í +120 kg flokki vann Þorbergur Guðmundsson gullið með seríuna 352,5-235-300-887,5 kg.
Við óskum þeim öllum til hamingju með verðlaun, íslandsmet og persónulegar bætingar.