Skip to content

Fréttir að vestan

  • by

Kraftlyftingafélagið Víkingur á Ísafirði efndi til keppnis milli félagsmanna sinna í bekkpressu og réttstöðulyftu  í gær. Ekki var um eiginlegt mót að ræða þar sem umgjörðin var of frjálsleg til þess, enda var markmiðið fyrst og fremst að gefa nýjum félögum smjörþefin af því hvernig er að lyfta á móti. 5 konur og 5 karlar tóku þátt, og lofar það góðu fyrir hið nýstofnaða félag.
Fréttir herma að ekkert var gefið eftir í lyftunum og væntanlega hafa menn fengið hvatningu til að taka upp æfingar af enn meira krafti.
Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram á Ísafirði í september nk og þá ætla heimamenn væntanlega að láta til sín taka í alvöru.