Skip to content

Frá stjórn

  • by

Stjórn KRAFT sendir öllum félagsmönnum baráttukveðjur.
Við vonum að þið og ykkar nánustu séu heilbrigð og í öruggu skjóli
Við væntum þess að allir fari að ráðum og fyrirmælum yfirvalda svo við getum í sameiningu náð tökum á vandanum og flýtt fyrir batnandi ástand.
Þegar allt fer úr skorðum er gott að halda í þær venjur og rútínur sem hægt er að halda í
en svo þarf að endurmeta og endurskipuleggja annað.
Aðstaða til æfinga er víðast takmörkuð og reynir á hugmyndaflug og aga til að halda dampi.
Kannski gefst nú tækifæri til að vinna í hlutum sem hafa setið á hakanum.
Það mun birta til um síðir, og þá getur slík vinna skilað sér í bætingum.
Gaman væri að sjá menn deila hugmyndum og hvatningu, jafnvel áskorunum, á netmiðlunum okkar.

Stjórnin og mótanefnd liggur nú yfir mótaskránni og skoðar hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Það er erfitt að taka ákvarðanir þegar staðan er eins og hún er og við vitum ekki heldur hvernig alþjóðamótaskráin verður. Við þurfum öll að taka hlutunum af þolinmæði og æðruleysi.Hægt verður að fylgjast með uppfærslum hér og á heimasíðum IPF og EPF.

Aðalatriðið þessa stundina er að tryggja öryggi og heilbrigði og styðja hvort annað.
Notum þær aðferðir sem við höfum til að stappa stálið í hvort annað og hvetja.
Með jákvæðu hugarfari verður þyngdin léttari á bakinu, beygir en brýtur ekki.