Skip to content

Tilkynning frá Kraft

  • by

Fjórum mótum hefur verið frestað vegna covid. Stjórninni þykir þetta mjög leitt en þetta eru nauðsynlegar aðgerðir

Þrátt fyrir að ákveðin mót falli ekki innan ramma samkomubannsins teljum við að iðkenndur þurfi lengri tíma til að æfa sig fyrir mótið. Vegna samkomubanns hafa ekki allir aðgengi að nauðsynlegum tólum til að æfa og missa því takt og styrk.

Ekki er enn búið að ákveða nýjar dagsetningar fyrir mótunum því ekki er vitað hvort samkomubannið verði framlengt.
Eins og staðan er nú er næsta mót Kraft ÍM í Réttstöðulyftu 27.júní og höfum við það að markmiði að frestuðu mótin verða haldin í haust. Þetta eru umbrotatímar en við vitum að þetta er tímabundið ástand. Þrátt fyrir óvissu um lengd samkomubannsins þurfum að leita lausna, huga að velferð allra og hafa skýr markmið fyrir framtíðinna.

Við höfum ofarlega í huga að margir eru búnir að vinna hörðum höndum til þess að taka þátt í þessum mótum og því verður stefnan skýr í að reyna að koma þeim í framkvæmd þrátt fyrir ófyrirsjáanlegra aðstæðna sem og að svo stöddu.

Gangi ykkur vel!