Skip to content

Fanney Hauksdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness 2016

Fanney Hauksdóttir ásamt Nökkva Gunnarssyni, íþróttakarli Seltjarnarness.

Fanney Hauksdóttir ásamt Nökkva Gunnarssyni, íþróttakarli Seltjarnarness.

Kraftlyftingakona ársins, Fanney Hauksdóttir, var var s.l. þriðjudag kjörin Íþróttakona Seltjarnarnes 2016 að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Þetta er í þriðja sinn sem hún hlýtur þennan heiður.

Fanney, sem keppir í -63 kg fl., sérhæfir sig í bekkpressu og hefur átt frábæru gengi að fagna á síðustu árum. Af hennar mörgu afrekum á síðasta ári ber helst að hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu og Evrópumeistari í bekkpressu. Þar að auki vann hún til silfurverðlauna á HM í bekkpressu, setti Norðulandamet í bekkpressu og lauk árinu í þriðja sæti á heimslistanum í bekkpressu.

Við óskum Fanneyju til hamingju með titilinn!