Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum hefst á morgun með keppni í léttustu flokkum unglinga U18. Mótið er haldið í bænum Thisted í Danmörku og stendur yfir dagana 12. til 19. mars.
Ísland á þrjá keppendur á mótinu, þar af tvo í opnum aldursflokki. Það eru þau Ingvi Örn Friðriksson (KFA), sem keppir næsta miðvikudag í -105 kg flokki ungmenna U23; Birgit Rós Becker (BRE), sem keppir næsta föstudag í -72 kg fl. og Rósa Birgisdóttir (STO), sem keppir laugardaginn 18. mars í +84 kg fl.