Skip to content

Elsa Pálsdóttir er heimsmeistari í klassískum kraftlyftingum

Elsa Pálsdóttir hefur lokið keppni á HM öldunga í kraftlyftingum þar sem hún vann heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Elsa sigraði með miklum yfirburðum í -76 kg flokki og setti um leið tvö heimsmet á mótinu. Í hnébeygju vann hún til gullverðlauna með 140 kg lyftu sem var 2 kg bæting á hennar eigin heimsmeti í aldursflokknum 60-69 ára. Í bekkpressu vann Elsa til silfurverðlauna með lyftu upp á 62.5 kg en setti svo heimsmet í réttstöðulyftu þegar hún fór upp með 170.5 kg sem gaf henni gullið í þeirri grein. Samanlagður árangur hennar var 373.0 kg sem gera 74.03 IPF stig og var hún þar með önnur stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka í sínum aldurflokki. Til hamingju Elsa með glæsilegan árangur!