Elsa Pálsdóttir frá Njarðvíkum varð í dag evrópumeistari kvenna í -76kg M3 flokki þriðja árið í röð. Hún lyfti 138kg í hnébeygju (heimsmet), 67,5kg í bekkpressu (íslandsmet), 170kg í réttstöðu (heimsmet) og endaði í 375,5kg samanlagt (heimsmet). Hún varð næststigahæsta kona mótsins í M3.
Við óskum henni innilega til hamingju með frábæran árangur!