Ellen Ýr Jónsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppti í -84kg flokki og er þetta hennar fyrsta alþjóðamót á stuttum en mjög öflugum kraftlyftingaferli. Hún lyfti 167,5kg í hnébeygjunni. Í bekkpressunni lyfti hún 87,5kg og reyndi svo tvisvar við 92,5kg sem gekk því miður ekki. Hún lokaði svo keppnisdeginum á 165kg réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 420kg í samanlögðu og fyrsta alþjóðamótið komið á blað.
Á morgun keppir svo fyrsti karlinn fyrir Íslands hönd á HM í klassískum kraftlyftingum og jafnframt á síðasta keppnisdeginum. Það er hann Júlían JK Jóhannsson sem er flestum vel kunnur. Hann keppir venjulega í hefðbundnum kraftlyftingum en ákvað að slá til og mæta á kjötinu. Hægt verður fylgjast með honum í beinni hér kl. 20:00 á íslenskum tíma. Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum góðs gengis.