Elín Melgar Aðalheiðardóttir sem keppti í – 69 kg flokki sigraði með miklum yfirburðum en hún lyfti seríunni HB 160 – BP 100 – RS 147.5 = 407.5 kg. Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet og samanlagt bætti hún sinn persónulega árangur um 5 kg og varð þriðja stigahæsta konan yfir alla þyngdarflokka. Mótið var um leið minningarmót um Marion Hammang kraftlyftingkonu og voru veitt sér verðlaun fyrir árangur í þeim mótshluta. Þar stóð Elín sig líka mjög vel og fékk gullverðlaun í hnébeygju og bekkpressu og vann jafnframt til silfurverðlauna fyrir samanlagðan árangur.
Til hamingju Elín með flottan árangur!