Skip to content

Breytingar á reglugerðum

  • by

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands ákvað á fundi sínum 23. júni sl að gera breytingar á 3. og 8. grein reglugerðar um keppendur og mótahald. Breytingarnar tóku þegar gildi.
Eftir breytingu hljóða greinarnar:

3.gr. Hlutgengi
Rétt til þátttöku á mótum KRAFT hafa allir meðlimir aðildarfélaga KRAFT  sem eru skuldlausir við sín félög og rétt skráðir í Felix, skráningarkerfi ÍSÍ.
Til að mega keppa á mótum  innan KRAFT þarf keppandi að vera skráður í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k. 30 dögum áður en skráningarfrestur rennur út. Til að mega keppa fyrir hönd Íslands erlendis þurfa keppendur að vera skráðir í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k.  6 mánuði áður en skráningarfrestur rennur út og vera íslenskir ríkisborgarar.
Undanþága frá þessu ákvæði, t.d. vegna erlendra gestakeppenda, er háð samþykki stjórnar KRAFT.

8.gr.  Þátttaka á mótum utan KRAFT
Enginn félagsmaður má keppa eða starfa á kraftlyftingamótum erlendis eða á kraftlyftingamótum á vegum samtaka sem eru utan IPF án sérstaks leyfis KRAFT.  Á alþjóðamótum skulu keppendur og aðstoðarmenn taka þátt fyrir hönd Íslands með leyfi KRAFT
Keppandi sem brýtur gegn þessu ákvæði missir sjálfkrafa keppnisrétt á mótum Kraftlyftingasambands Íslands og IPF. Honum skal umsvifalaust vikið úr sínu kraftlyftingafélagi. Viðkomandi getur ekki skráð sig í félag innan sambandsins á næstu tveimur árum frá brottvikingu. 

Reglugerðir Kraftlyftingasambandsins í heild má finna á síðunni Um Kraft

Leave a Reply